Alþýðubankinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alþýðubanki Íslands)

Alþýðubankinn var íslenskur banki sem var stofnaður 5. mars 1971 upp úr Sparisjóði alþýðu sem hafði verið stofnaður 29. apríl 1967. Hlutverk bankans var að treysta atvinnuöryggi launafólks og styðja við starfsemi verkalýðsfélaga. Eigendur bankans voru Alþýðusamband Íslands og ýmis verkalýðsfélög.

3. janúar 1990 sameinaðist Alþýðubankinn Iðnaðarbankanum, Útvegsbankanum og Verzlunarbankanum sem mynduðu Íslandsbanka.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.