Alþýðubókin (1874)
Útlit
Alþýðubókin var lesbók handa alþýðu sem út kom árið 1874 og var verk Þórarins Böðvarssonar í Görðum. Bókin varð einhvers konar „allsherjar skóli“ íslenskrar alþýðu og var til á nærfellt hverjum bæ á Íslandi. Margir Íslendingar höfðu mestan sinn fróðleik úr þessari bók á þessum árum - ef ekki var skólanámi til að dreifa. Halldór Laxness gaf út bók 1929 sem hann nefndi í höfuðið á bók Þórarins, það er Alþýðubókin.