Fara í innihald

Agamemnon (Æskýlos)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Agamemnon er harmleikur eftir forngríska leikskáldið Æskýlos. Það er fyrsta leikritið í þríleiknum Óresteia, sem er eini varðveitti þríleikurinn frá fornöld. Hann hlaut fyrstu verðlaun á Dýnónísosarhátíðinni í Aþenu árið 458 fyrir Krist.[1]

Hin leikritin í þríleiknum eru Sáttarfórn og Hollvættir.

Leikritið segir frá Agamenoni, konungi í Mýkenu sem kemur heim lúinn eftir tíu ára bardaga Trójustríðsins en er myrtur við heimkomuna af konu sinni Klýtæmnestru í kerlaug með fulltingi friðils síns Aigisþosar.

Samkvæmt kvæðinu vitkumst við gegn vilja okkar, í mótvindi lífsins sem ber okkur að endingu til viskunnar. Mótlæti Guðanna er okkur sjálfum til heilla. Með þjáningu er visku þannig þröngvað upp á mennina:

„Seifur leiðir dauðlega menn brautina til skilnings. Hann hefur boðið oss að lúta því óhagganlega lögmáli speki að nema í krafti þjáninganna. Í stað svefnsins, sem færir oss algleymi, drýpur kvöl til hjartans, og engan frið er að fá, fyrr en vér höfum vitkast, þó tregir séum til þess. Með nokkurs konar ofbeldi kemur til vor náð hinna guðlegu máttarvalda, sem hafin eru á hinn æðsta veldisstól.“[2]

Þessi tilvitnun Agamemnon er meðal annars þekkt úr frægri ræðu Roberts Kennedy um morðið á Martin Luther King.[3][4]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Halldór Armand Ásgeirsson (25. júní 2020). „Við öðlumst visku gegn vilja okkar“. Ríkisútvarpið. Sótt 26. mars 2021.
  2. Aiskýlos (1967). Agamemnon. Harmleikur eftir Aiskýlos. Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  3. Wikipedia Enska. „Robert F. Kennedy's speech on the assassination of Martin Luther King Jr“. Sótt 26. mars 2021.
  4. Halldór Armand Ásgeirsson (25. júní 2020). „Við öðlumst vizku gegn vilja okkar“. Ríkisútvarpið. Sótt 26. mars 2021.


Varðveitt leikrit Æskýlosar