Fara í innihald

Afstapahraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Afstapahraun (kallast einnig Hvassahraun) er apalhraun á Reykjanesskaga. Hraunið hefur runnið frá eldgígum sem eru vestan undir Trölladyngju og þaðan til norðurs alveg í sjó fram í Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd. Við suðurenda hraunsins eru Höskuldarvellir, sem eru grasi gróið flatlendi, eitt hið stærsta á Reykjanesskaganum. Við norðurendann hefur verið brotið af hrauninu vegna lagningar Reykjanesbrautar, sem liggur þar á milli hrauns og sjávar. Heildarlengd hraunsins er um 10 kílómetrar.