Fara í innihald

Aeroflot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útibú flugfélagsins í London

Aeroflot (rússneska: Аэрофлот) er rússneskt flugfélag og stærsta flugfélag Rússlands. Höfuðstöðvar flugfélagsins eru staddar á alþjóðlega flugvellinum í Sheremetyevo og þaðan er flogið til 97 borga í 48 löndum. Aeroflot er eitt elsta flugfélag í heimi en það var stofnað árið 1923. Aeroflot var þjóðarflugfélag Sovétríkjanna og var á þeim tíma stærsta flugfélag í heimi. Við upplausn Sovétríkjanna hefur Aeroflot breyst úr ríkisreknu fyrirtæki í hálfeinkavætt flugfélag sem er meðal þeirra arðbærustu í heimi. Rússneska ríkisstjórnin á 51 % af fyrirtækinu frá og með 2011.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.