Aconogonon davisiae
Útlit
Aconogonon davisiae | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Aconogonon davisiae (W.H.Brewer ex A.Gray) Soják 1974 | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Aconogonon davisiae er nafn sem er ekki enn eining um[1] yfir blómstrandi plöntu í súruætt (Polygonaceae)
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Aconogonon davisiae er ættað frá vesturhluta Bandaríkjanna (Washington, Oregon, og mið og norður Kalifornía). Hún finnst einnig í mið Idaho. Hún vex í háfjöllum, gjarnan í og við skriður.[2][3]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Aconogonon davisiae er fjölær jurt með jarðlægan eða uppréttann stofn af trénaðri rót, og verður í mesta lagi 40 sm há. Blöðin eru oddbaugótt til breiðlensulaga eða jafnvel nokkuð þríhyrningslaga, gulleit eða fölgræn, lítið eitt hærð og vaxkennd. Við grunninn á hverju blaði er stöngulslíður.[4]
Blómin eru í 2ur til 5 klösum í blaðöxlunum. Blómin eru gulleit til grænleit, eða með purpurablæ og aðeins nokkurra mm breið.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The Plant List: Aconogonon“. Royal Botanic Gardens, Kew and Missouri Botanic Garden. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2017. Sótt 29. júní 2018.
- ↑ Biota of North America Program 2014 county distribution map
- ↑ Calflora taxon report, University of California, Aconogonon davisiae (W. H. Brewer ex A. Gray) Soják, Davis knotweed
- ↑ 4,0 4,1 Flora of North America, Aconogonon davisiae (W. H. Brewer ex A. Gray) Soják, 1974. Davis's knotweed
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Jepson Manual Treatment - Polygonum davisiae
- United States Department of Agriculture Plants Profile; Polygonum davisiae Geymt 4 maí 2013 í Wayback Machine
- Polygonum davisiae - Calphotos Photo gallery, University of California
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aconogonon davisiae.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Aconogonon davisiae.