Accrington

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðhúsið.

Accrington er borg í Lancashire, Englandi, 6 km austur af Blackburn og 10 km vestur af Burnley. Íbúar eru um 35.000 (2011). Í daglegu máli er Accy. Accrington kann að þýða akarn og tún, þ.e. akarnsbær.

Accringron var miðstöð bómullar og vefnaðar og er þekkt fyrir múrsteinagerð sína. Accrington NORI, þykkustu múrseinar heims voru notaðir í byggingar eins og Empire State og Blackpool-turninn.

Accrington Stanley F.C. er knattspyrnulið borgarinnar.