Abu Daoud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Abu Daoud (öðru nafni Mohammed Oudeh) var einn af skipuleggjendum blóðbaðsins í München árið 1972 þar sem 17 manns lágu í valnum, þ.á m. 11 ísraelskir íþróttamenn. Hann er nú búsettur í Jórdaníu. Hann hefur lýst yfir vilja sínum til að snúa aftur til Palestínu sjálfsstjórnarsvæðanna en vegna handtökuskipunar sem þýsk stjórnvöld gáfu út á hendur honum, er ólíklegt að hann eigi afturkvæmt þangað.