Fara í innihald

Staðarþágufall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ablativus loci)

Staðarþágufall (fræðiheiti: ablativus loci) er þágufall sem er „jafngamalt málinu“ eins og Baldur Jónsson prófessor skrifaði einu sinni, og er helst notað til að upplýsa um staðsetningu án þess að nota forsetningu. Núorðið er staðarþágufallið að mestu notað í dagsetningum bréfa og í heimilisföngum. Þegar skrifað er á bréfhaus: Langholtsvegi, 28. janúar 2010 til að gefa til kynna hvar bréfið er skrifað, eða utan á umslög:

Jón Jónsson,
Langholtsvegi 106
104 Reykjavík

en ekki Langholtsvegur. Það mun einnig flokkast undir staðarþágufall, þegar talað er um það að leita einhvers dyrum og dyngjum í merkingunni að leita alstaðar.

Í nokkra mánuði árið 2000 var staðarþágufall notað í veðurlýsingum á Íslandi. Dæmi:

Þingvöllum, logn, léttskýjað, 15 stiga hiti.

En ekki: Þingvellir, logn... eins og tíðkast núna. Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, taldi staðarþágufallið bæri með sér meiri ræktarsemi við þjóðararfinn en nefnifallið. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 2000
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.