Formósuþinur
Formósuþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies kawakamii (Hayata) T.Ito | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Abies mariesii var. kawakamii Hayata |
Abies kawakamii er tegund af barrtré í Þallarætt. Hann er einlendur í Taiwan. Fyrst lýst 1908 af Bunzō Hayata sem afbrigði af Abies mariesii, háfjalla þini frá Japan; næsta ár var hann færður inn sem tegund af Tokutarô Itô. Abies kawakamii vex einvörðungu á eynni Taiwan, og er suðlægasta tegund þins (ásamt A. fansipanensis, frá Víetnam, og A. guatemalensis, frá Mexíkó og Guatemala). Þetta er háfjallategund sem er í norður og mið Taívan í 2400 til 3800 metra hæð ásamt öðrum tegundum tempraðs loftslags, til dæmis Juniperus formosana var. formosana, Tsuga formosana, og Juniperus morrisonicola.[2]
Formósuþinur er smátt til meðalstórt tré sem nær jafnvel 35 metra hæð og 1 meters stofnþvermál. Upphaflega er börkurinn hreistraður með korkblettum, og losnar svo í aflöngum skífum. Smágreinarnar eru gulbrúnar þegar þær eru þroskaðar, rákóttar, hærðar. Barrnálarnar eru 1 til 2.8 sm langar, pruinose, með loftaugarákum að ofan og tvemur röndum af loftaugum að neðan. Hann er með frekar smáum könglum 5 til 7.5 sm löngum, sívölum eða keilulaga-sívalir, dökkbláir, með ekki útstæðum hreisturblöðkum.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Abies kawakamii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 8. september 2012.
- ↑ 2,0 2,1 Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Kathy Musial (ritstjóri). Conifers Around the World (1st. útgáfa). DendroPress. bls. 1089. ISBN 9632190610. Sótt 19. júlí 2012.