Aðgerð Pólstjarna
Útlit
(Endurbeint frá Aðgerð Pólstjarnan)
Aðgerð Pólstjarnan er viðamikil lögregluaðgerð á vegum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og lögregluliða í Danmörku, Noregi, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi í gegnum Europol. Aðgerðin beindist gegn umfangsmiklu smygli á fíkniefnum til Íslands með seglskútu og leiddi til þess að fjöldi manns var handtekinn bæði á Íslandi, Noregi og í Danmörku. Þrír voru handteknir þegar skútan kom að landi á Fáskrúðsfirði að morgni 20. september 2007 með 50-60 kíló af amfetamíni, sem er mesta magn örvandi fíkniefna sem náðst hefur í einni aðgerð á Íslandi.