Aðalheiður Guðmundsdóttir
Aðalheiður Guðmundsdóttir | |
---|---|
Fædd | 7. mars 1965 |
Störf | Prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands |
Aðalheiður Guðmundsdóttir (f. 7. mars 1965) er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Aðalheiður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1986, B.A.-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands 1989, cand.mag.-gráðu í íslenskum bókmenntum 1993 og Dr.phil-gráðu frá sama háskóla 2002. Aðalheiður gegndi rannsóknarstöðu RANNÍS með aðstöðu á Stofnun Árna Magnússonar árin 2005–2007, var sérfræðingur í tímabundinni stöðu Sigurðar Nordals hjá sömu stofnun 2008–2009, aðjunkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands frá 2009 og dósent í sama fagi 2012–2015. Hún hefur gegnt stöðu prófessors í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands frá 2016.[1]
Aðalheiður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands, m.a. sem námsbrautarformaður í íslensku, sem fulltrúi í stjórn Rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands, Miðaldastofu Háskóla Íslands, Samtökum móðurmálskennara og Félagi þjóðfræðinga (formaður).
Helstu áherslur Aðalheiðar í kennslu og rannsóknum eru norrænar miðaldabókmenntir, fornaldarsögur Norðurlanda, þjóðsögur, þjóðkvæði og rímur, danssaga og saga galdurs. Hún hefur tekið þátt fjölda alþjóðlegra samstarfsverkefna og kennaraskipta og farið sem gestafyrirlesari eða skiptikennari til Fróðskaparseturs Føroya, Københavns Universitet, Tartu Ülikooli, University College Dublin og Uniwersytet Rzeszowski, Póllandi.[2][3] Hún hefur að auki verið gestaprófessor við Università di Siena á Ítalíu. Árið 2016 hlaut hún verðlaun úr sjóði Dags Strömbäcks, sem eru veitt af Kungl. Gustav Adolfs akademien í Uppsölum, fyrir árangur á sviði norrænna fræða og þjóðfræða.[4][5]
Í doktorsriti sínu, Úlfhams sögu, fjallaði Aðalheiður um Úlfhams rímur og afleiddar prósagerðir sögunnar. Sagan var sett á svið í Hafnarfjarðarleikhúsinu af leikhópnum Öðru sviði árið 2004 og við það tækifæri voru rímurnar kveðnar og gefnar út á geisladiski, þar sem rímnatextinn fylgir í útgáfu Aðalheiðar með skýringum.
Hún situr í ýmsum rit- og ráðgjafanefndum, m.a. fyrir tímaritið New Norse Studies: A Journal on the Literature and Culture of Medieval Scandinavia.[6]
Æska og einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Foreldrar Aðalheiðar eru Guðmundur Þ. Jónasson (f. 1942) og Ólöf S. Sigurjónsdóttir (f. 1946). Hún er gift Guðvarði Má Gunnlaugssyni, handritafræðingi, og á þrjú börn. Aðalheiður hefur birt smásögur og ljóð og unnið til verðlauna á sviði ritstarfa.[7]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Curriculum Vitae – ritaskrá. Aðalheiður Guðmundsdóttir
- ↑ Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands
- ↑ Vísindavefurinn. Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?
- ↑ KUNGL. GUSTAV ADOLFS AKADEMIEN FÖR SVENSK FOLKKULTUR
- ↑ Gunnar Ternhag. (2016). Saga och Sed. KUNGL. GUSTAV ADOLFS AKADEMIENS ÅRSBOK 2016.
- ↑ New Norse Studies: A Journal on the Literature and Culture of Medieval Scandinavia. Editorial Board Geymt 4 desember 2020 í Wayback Machine.
- ↑ https://www.skald.is/product-page/a%C3%B0alhei%C3%B0ur-gu%C3%B0mundsd%C3%B3ttir, Skáld.is, Aðalheiður Guðmundsdóttir.
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Úlfhams saga. (2001). Aðalheiður Guðmundsdóttir sá um útgáfuna og ritaði inngang. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (cclxxxi + 63 bls.).
- Strengleikar. (2006) Aðalheiður Guðmundsdóttir sá um útgáfuna og ritar inngang. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
Fræðigreinar
[breyta | breyta frumkóða]- Ritaskrá 2019
- Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Ritaskrá 2019
- Academia, Aðalheiður Guðmundsdóttir
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2018). Reflexes of the fornaldarsögur in Icelandic poetry. Í Matthew Driscoll, Silvia Hufnagel, Philip Lavender og Beeke Stegmann (ristj.), The legendary legacy: Transmission and reception of the Fornaldarsögur Norðurlanda (bls. 19–51).
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2017). Some Heroic Motifs in Icelandic Art. Scripta Islandica 68: 11–49.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2016). "How Do You Know if it is Love or Lust?" On Gender, Status, and Violence in Old Norse Literature. Interfaces: A Journal of Medieval European Literatures, 2: 189–209.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2015). The Narrative Role of Magic in the Fornaldarsögur Geymt 26 apríl 2019 í Wayback Machine. ARV - Nordic Yearbook of Folklore (bls. 39–56).
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2012). The Dancers of De la Gardie 11. Mediaeval Studies, 74: 307–330.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2012). Gunnarr and the Snake Pit in Medieval Art and Legend. Speculum Geymt 24 júlí 2019 í Wayback Machine. A Journal of Medieval Studies, 87(4): 1015–1049.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2007). The Werewolf in Medieval Icelandic literature. Journal of English and Germanic Philology, 106(3): 277–303.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2006). How Icelandic Legends Reflect the Prohibition on Dancing. ARV - Nordic Yearbook of Folklore, 61: 25–52.
- María Ellingsen. (2004). Úlfhamssaga.
- Ævintýragrunnur