Fara í innihald

468

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 468 (CDLXVIII í rómverskum tölum)

Atburðir[breyta | breyta frumkóða]

  • 29. febrúar - Hilarus páfi deyr í Róm og Simplicíus tekur við af honum.
  • Einn stærsti floti sem þekktur er úr fornöld er safnað saman við Konstantínópel. Samkvæmt Procopíusi sagnaritara voru yfir 1100 skip með um hundrað þúsund menn í flotanum. Flotinn er sendur til Norður-Afríku til innrásar í ríki Vandala.
  • Orrustan við Bon höfða. Vandalar gersigra sameiginlegan flota Austrómversku og Vestrómversku keisaradæmanna. Þetta reyndist vera síðasta tilraun Rómverja til að ná aftur yfirráðum yfir svæðum í Norður-Afríku sem Vandalar höfðu hertekið af þeim, þar til Austrómverjar gerðu innrás í norður-Afríku árið 533.
  • Rómverski hersöfðinginn Marcellínus rekur Vandala burt af Sikiley. Þetta var liður í sameiginlegri aðgerð rómversku keisaradæmanna til að leggja ríki Vandala undir Vestrómverska keisaradæmið. Marcellínus er síðan myrtur á Sikiley, líklega að undirlagi keppinautar hans í vestrómversku hirðinni, Ricimer. Eftir ósigur Rómverja í orrustunni við Bon höfða hertaka Vandalar aftur Sikiley.

Fædd[breyta | breyta frumkóða]

Dáin[breyta | breyta frumkóða]

  • 29. febrúar - Hilarus páfi.
  • Marcellínus, Rómverskur hershöfðingi.