Fara í innihald

Öndvegissúlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öndvegissúlur voru tveir útskornir tréstofnar og stóð sinn stofninn til beggja handa við öndvegi víkingahöfðingja, þ.e. hásæti þeirra. Öndvegissúlur voru oft útskornar myndum af æsum og þykir líklegt að þær hafi staðið sem táknmynd fyrir tré lífsins, það er að segja Ask Yggdrasils.[1]

Er landnámsmenn námu land við Ísland, lögðu þeir traust sitt í þessar súlur til að finna sér bústað. Er þeir sáu til lands vörpuðu þeir öndvegissúlum frá borði til heilla og settust svo að þar sem þær rak á land. Það gat stundum kostað töluverða leit um strendur landsins að hafa upp á súlunum.

Af Ingólfi Arnarsyni og öndvegissúlum hans segir í Landnámabók:

Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land. Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði. [..] Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs; þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. [..] Fundu þeir öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði. [..] Ingólfur tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjavík.

Samkvæmt Landnámubók voru öndvegissúlur Ingólfs enn í eldhúsi í Reykjavík á fyrri hluta 12. aldar þegar sú bók var tekin saman.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Saga Dómkirkjunnar“. Sótt 8. mars 2006.
  2. http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm Landnámubók, 8. kafli
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.