Fara í innihald

Þyrnirós (ævintýri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sofandi prinsessa eftir Viktor Vasnetsov.

Þyrnirós (þýska Dornröschen, franska La Belle au bois dormant) er ævintýri sem er til í ýmsum útgáfum um allan heim. Hún kom fyrst á prenti undir heitinu „Sól, Tungl og Talía“ í þjóðsagnasafninu Lo cunto de li cunti overo lo trattenemiento de peccerille (Fimmdægra) eftir Giambattista Basile árið 1636. Charles Perrault endursagði söguna og gaf út í Contes de ma Mère l'Oye árið 1697. Enn eldri útgáfu er að finna í ensku riddarasögunni Perceforest. Sagan segir frá prinsessu sem stingur sig á töfrasnældu með þeim afleiðingum að hún sofnar og vaknar ekki aftur. Allir í höllinni sofna með henni. Eftir 100 ár kemur erlendur prins sem vekur hana og þau giftast í sögulok.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.