Þvagsýrugigt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
þvagsýrugigt í stórutá
Þvagsýrugigt veldur bólgnum liðum í stórutá. Takið eftir að roði er í húð fyrir ofan liðinn.
Þvagsýrugigt í olnboga

Þvagsýrugigt er er efnaskiptasjúkdómur og gigtarsjúkdómur sem einkennist af því að of mikið magn af þvagsýru safnast fyrir í líkamanum. Þvagsýrukristallar falla út í liði og valda þar bólgu, og þá oftast í einum lið í einu. Oftast leggst þvagsýrugigt á nærlið stórutáar og kallast það podagra.

Þvagsýrugigt hefur verið þekkt í þúsundir ára. Hægt er að bæla niður þvagsýrugigt með nútíma læknisráðum. Í mörgum fæðutegundum er lífrænt efnasambandið púrín. Líkaminn breytir þessu efnasambandi í þvagsýru. Tengsl eru milli offitu og ofurmagns þvagsýru í blóði. Þvagsýra skilst betur út úr líkamanum ef mikið vatn er drukkið og fæða sem inniheldur mikið vatn og gerir þvagið alkaliskt (basiskt) eins og grænmeti og ávextir flýta fyrir útskilnaði þvagsýru um nýru. Lyfið allópúrínól virkar þannig að það hindra framleiðslu þvagsýru í líkamanum. Töluvert fleiri karlmenn en konur greinast með þvagsýrugigt og konur fá þvagsýrugigt síðar á ævinni eða eftir tíðahvörf. Þvagsýrugigt er algengur sjúkdómur á Vesturlöndum og fá um 1% fólks sjúkdóminn. Mun fleiri karlar en konur greinast með sjúkdóminn. Konur fá þvagsýrugigt síðar á ævinni en karlar og ekki fyrir tíðahvörf.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist