Þvagsýrugigtarhnútur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þvagsýrugigtarhnútur á olnboga manns með langvinna þvagsýrugigt

Þvagsýrugigtarhnútur eru útfelling með uppsöfnuðum þvagsýrukristöllum sem eru einkennandi í langvinnri þvagsýrugigt. Hnútarnir myndast sem bólgusvar við MSÚ-kristöllum sem krefst aðkomu ónæmiskerfisins. Liðskemmdir í þvagsýrugigt verða þegar hnútarnir vaxa í bein og valda það beineyðingu. Hnútar á brjóskyfirborði liða geta valdið brjóskeyðingu. Í blóði sjúklinga með há gildi þvagsýru myndast litlir hringlaga UMA (urate microaggregates). Átfrumur ónæmiskerfisins hreinsa UMA úr blóðinu og færa til lifrar og milta. Ef ónæmiskerfið er ekki nógu virkt (þ.e. átfrumuvirknin er ekki sem skyldi) geta UMA myndað MSÚ-kristalla.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.