Fara í innihald

Þrenningarfjóla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrenningarfjóla

Ástand stofns
Öruggt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Fjóluætt (Violaceae)
Ættkvísl: Fjólur (Viola)
Tegund:
Þrenningarfjóla

Tvínefni
Viola tricolor
L.

Þrenningarfjóla (eða þrenningargras) (fræðiheiti: Viola tricolor) er einært eða fjölært blóm af fjóluætt sem ber þrílit blóm; fjólublá, gul og hvít.

Blómin lúta eilítið og eru 1,5 til 2,5 sentimetrar á lengd. Þau eru hvítleit eða gul í miðju og hafa dökkar æðar. Bikarinn er dökkgrænn eða næstum svartur. Í hverju blómi eru 5 fræflar.

Efstu laufblöðin eru öfugegglaga en neðstu eru svo gott sem kringlótt. Blómið nær 10 til 20 sentimetra hæð og vex það gjarnan í þurrum melbrekkum og á söndum.

Lækningajurt

[breyta | breyta frumkóða]

Þrenningarfjóla hefur t.d. verið notuð til að lækna astma, húðsjúkdóma og við flogaveiki.

Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[1] meðal annars á þrenningarfjólu.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.