Fara í innihald

Þrakverjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bronshöfuð þrakverska konungsins Súþesar 3., fannst í grafhýsi hans nærri Kasanlak í Búlgaríu árið 2004

Þrakverjar eða Þrakíubúar voru indó-evrópskur mannhópur sem byggðu stóran hluta Suðaustur-Evrópu til forna. Sögulega héraðið Þrakía dregur nafn sitt af þeim. Þrakverjar héldu að mestu til á þeim svæðum Suðaustur-Evrópu sem nú þekkjast sem Búlgaría, Rúmenía og Norður-Grikkland, en einnig hafa fundist ummerki um viðveru þeirra á Anatólíuskaganum.[1]

Uppruni Þrakverja er óþekktur. Talið er að menning Geta og Dakíu hafi þróast út frá frummenningu Þrakverja. Rit Xenófanesar frá 6. öld fyrir Krist lýsa Þrakverjum sem „bláeygum og rauðhærðum“.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Modi, Alessandra; Nesheva, Desislava; Sarno, Stefania; Vai, Stefania; Karachanak-Yankova, Sena; Luiselli, Donata; Pilli, Elena; Lari, Martina; Vergata, Chiara; Yordanov, Yordan; Dimitrova, Diana; Kalcev, Petar; Staneva, Rada; Antonova, Olga; Hadjidekova, Savina; Galabov, Angel; Toncheva, Draga; Caramelli, David. „Ancient human mitochondrial genomes from Bronze Age Bulgaria...“. NIH (National Center for Biotechnology Information).
  2. Stanford Encyclopedia of Philosophy. „Xenophanes“.