Böðvar Egilsson
Útlit
Böðvar Egilsson (d. um 957) var sonur Egils Skallagrímssonar og Ásgerðar konu hans. Böðvari er í Egils sögu lýst sem hinum efnilegasta manni, fríðum sýnum, miklum og sterkum. Hann drukknaði í Borgarfirði ungur að árum.
Þegar Egill frétti lát Böðvars sótti hann lík hans og reið með það til haugs föður síns sem hann lét opna og lagði Böðvar í hauginn. Lát Böðvars fékk mikið á Egil; hann lagðist í þunglyndi og tók ekki að hressast á ný fyrr en eftir að hann gat sagt frá tilfinningum sínum í kvæðinu Sonatorrek.