Fara í innihald

Þjóðlegir lýðræðissinnar (Svíþjóð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nationaldemokraterna (Þjóðlegir lýðræðissinnar, ND) var sænskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2001 við klofning úr þjóðernissinnaflokknum Svíþjóðardemókratarnir og lagður formlega niður í apríl 2014. Þótti stofnendum ND gamli flokkurinn hafa um of þynnt vín sitt með vatni. Þó flokkurinn hafi kallað sig lýðræðissinnaðan var hann andstæður þingræði og vestrænu lýðræðiskerfi. Hugmyndafræði flokksins snérist aðallega um kynþáttaaðskilnað og aðalbaráttumálið var að reka alla innflytjendur úr landi. Flokkurinn sótti sér mjög fyrirmyndir til þýskra þjóðernissinna á fyrri hluta síðustu aldar, meðal annars var það háttur þeirra að ganga oft í hópum íklæddir einkennisbúningum. Flokkurinn hafði náið samband við ýmsa aðra flokka þjóðernissinna í Evrópu, t.d. Vlaams Belang í Belgíu, British National Party í Bretlandi og franska Front National. Í kosningunum árið 2006 fékk flokkurinn fulltrúa í tveimur sveitarstjórnum sunnan við höfuðborgina Stokkhólm, tvö sæti í Södertälje og eitt í Nykvarn.

Nokkur helstu efnismál þessa stjórnmálaflokks voru:

  • Ganga úr Evrópusambandinu
  • Bæta sjálfsþurftarvinnu í landinu
  • Stöðva innflutning frá löndum utan Evrópu
  • Leggja hömlur á fjölþjóða- og útlend fyrirtæki.
  • Banna hjónaband samkynhneigðra
  • Styrkja lög um velferð dýra