Fara í innihald

Stétt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þjóðfélagsstétt)

Stétt er hugtak sem vísar til lagskiptingar eða stigveldis samfélaga eftir efnahag fólks eða stöðu þeirra sem ákvarðast af tengslum innan samfélagsins. Mikið er deilt um skilgreiningu hugtaksins.

Í hinu áhrifamikla Kommúnistaávarpi (1848) eftir Karl Marx og Friedrich Engels er því haldið fram að saga mannkyns snúist um stéttabaráttu kapítalista og öreiga. Þótt að Marx sé eignaður heiðurinn að hafa fyrstur manna skrifað um stéttir er hugtakið sjaldnast notað í þeim skilningi sem hann átti við lengur. Annar félagsfræðingur, Max Weber, bætti við fleiri víddum þ.e. hann sagði efnahagslega stöðu manna eina ekki ráða stéttarstöðu þeirra. Fleira kæmi til, nefnilega völd og virðing.

  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.