Þengill mjögsiglandi
Útlit
Þengill mjögsiglandi var landnámsmaður í Höfðahverfi við austanverðan Eyjafjörð, út frá Fnjóská til Grenivíkur, og nam hann land þar að ráði Helga magra, sem áður hafði numið allt land við Eyjafjörð að því er segir í Landnámabók. Hann bjó á Höfða í Höfðahverfi.
Þengilhöfði eða Höfði, sem sveitin dregur nafn af, er kenndur við Þengil. Sagt er að þegar Hallsteinn sonur Þengils kom heim úr siglingu og frétti andlát föður síns hafi hann ort þessa vísu:
- Drúpir Höfði,
- dauður er Þengill,
- hlæja hlíðir
- við Hallsteini.