Þórður slítandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórður slítandi var landnámsmaður í Eyjafjarðarsýslu. Hann nam Hörgárdal innanverðan, fyrir ofan Myrká að austanverðu og niður að Drangá hinum megin. Ekki er getið um landnámsjörð hans í Landnámabók. Sonur hans hét Örnólfur og var kona hans Yngvildur allrasystir, dóttir Hámundar heljarskinns og Helgu dóttur Helga magra.

Landnáma segir að Þórður slítandi hafi gefið Þorbirni skólmi Þorkelssyni frænda sínum af landnáminu en Skólmur er þó ekki talinn til landnámsmanna. Hann bjó á Myrká og var sonur hans Þórálfur sterki Skólmsson. Systir Þorbjarnar skólms var Þórarna, móðir Orms sterka Stórólfssonar og langamma Gunnars Hámundarsonar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af Snerpa.is“.