Ögmundarbrík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ögmundarbrík er altarisbrík sem var í Skálholti. Hún er kennd við Ögmund Pálsson, síðasta kaþólska biskupinn í Skálholti. Hennar er fyrst getið í sambandi við dómkirkjubrunann í Skálholti 1527 en þá segir sagan að tvær konur hafi borið hana úr kirkjunni. Í Hóladómkirkju var önnur nafnfræg brík Hólabrík en hún hefur varðveist á meðan Ögmundarbrík týndist.

Með konungstilskipun árið 1785 var biskupssetur lagt niður í Skálholti og flutt til Reykjavíkur. Þegar Dómkirkjan í Reykjavík var að verða fullgerð 1795-1796 þá lét sýslumaður í Árnessýslu flytja bríkina til Eyrarbakka og skrifaði Níels Lambertsen kaupmanni þar og fól honum að taka við bríkinni og geyma hana vandlega þangað til hægt yrði að flytja hana til Reykjavíkur. Vandað var til flutningsins að Eyrarbakka, bríkinni pakkað niður með ull og smíðaður sérstakur járnsleginn sleði fyrir fjóra dráttarhesta. Bríkin komst aldrei lengra. Munnmæli eru í Árnessýslu að bríkin hafi legið þar í hirðuleysi og sparkast öll sundur. Nefnd í Kaupmannahöfn sem í sitja Finnur Magnússon og Birgir Thorlacius berst til kynna hvernig farið hefur verið með bríkina og skrifar íslenskum stiftsyfirvöldum sem þá voru Moltke stiftamtmaður og Geir Vídalín biskup 31. mars 1817. Sigurður Sívertsen gerir nákvæma lýsingu á ástandi bríkarinnar sem var slakt. En nefndin óskar eftir að fá leifarnar af bríkinni sendar til Kaupmannahafnar og báðu stiftsyfirvöldin Lambertsen kaupmann að láta smíða kassa og pakka niður myndunum og flytja á skipi sínu. Lambertsen neitar að búa um leifarnar af bríkinni en segist munu flytja ef hann fengi þær innpakkaðar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]