Ómar Ragnarsson - Þrjú hjól undir bílnum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þrjú hjól undir bílnum
Forsíða Ómar Ragnarsson - Þrjú hjól undir bílnum

Bakhlið Ómar Ragnarsson - Þrjú hjól undir bílnum
Bakhlið

Gerð SG - 507
Flytjandi Ómar Ragnarsson
Gefin út 1965
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Þrjú hjól undir bílnum er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni syngur Ómar Ragnarsson ásamt hljómsveit Svavars Gests fjögur lög.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þrjú hjól undir bílnum - Lag - texti: Hilliard, Bacharach - Ómar Ragnarsson Hljóðdæmi 
  2. Óbyggðaferð - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
  3. Dimm, dimma nótt - Lag - texti: R.B.&R.M. Sherman - Ómar Ragnarsson
  4. Svona er á síld - Lag - texti: Roger Miller - Ómar Ragnarsson

Þrjú hjól undir bílnum[breyta | breyta frumkóða]

Þrjú hjól undir bílnum,
en áfram skröltir hann þó.
En öræfaþokan eltir dimm
með kolsvart él, sem kæfir vél,
en við kyrjum samt kát í næði og ró.
við syngjum:Hibbidí-hæ og hibbidí-hí,
svo bergmálar fjöllunum í.
Hérna rétt sunnan við hálsinn er sæluhús,
við gætum sofið þar öll,uns birtir á ný.
Tvö hjól undir bílnum,
en áfram skröltir hann þó.
Í sumarfrí á fjallaslóð,
fárviðri hvín, dagsljós dvín,
en við kyrjum samt kát í næði og ró.
við syngjum:Hibbidí-hæ og hibbidí-hí,
svo bergmálar fjöllunum í.
Hérna rétt sunnan við hálsinn er sæluhús,
við gætum sofið þar öll,uns birtir á ný.
Eitt hjól undir bílnum,
en áfram skröltir hann þó.
Yfir grjót og urð, upp í hurð,
með hikst og hóst í hlíðargjóst,
en við kyrjum samt kát í næði og ró.
við syngjum:Hibbidí-hæ og hibbidí-hí,
svo bergmálar fjöllunum í.
Hérna rétt sunnan við hálsinn er sæluhús,
við gætum sofið þar öll,uns birtir á ný.
Ekkert hjól undir bílnum,
hann áfram skröltir ei meir.
Hann liggur á hlið, í hyldjúpri á,
straumurinn gjálfrar gluggum á.
En við kyrjum á kafi í vatni og leir.