Ólafur Rafnsson
Útlit
Ólafur Eðvarð Rafnsson (fæddur 7. apríl 1963,dáinn 19. júní 2013) var lögfræðingur í Hafnarfirði, forseti Íþróttasambands Íslands[1] og forseti FIBA Europe[2].
Ólafur var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá 1996 – 2006 þegar hann var kjörinn forseti ÍSÍ.
Á yngri árum lék Ólafur körufuknattleik með Haukum í Hafnarfirði og seinna þjálfaði hann liðið í Úrvalsdeild. Sem leikmaður lék hann 109 leiki í Úrvalsdeild og skoraði 1061 stig. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 1988 og bikarmeistari 1985 og 1986.
Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.
Fyrirrennari: Kolbeinn Pálsson |
|
Eftirmaður: Hannes Sigurbjörn Jónsson |