Íslandsferð John Coles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslandsferð John Coles er frásögn ensks ferðamanns af ferð um Ísland 1881. Bókin segir frá ferð þriggja Englendinga um Ísland sumarið 1881. Þeir fóru ríðandi úr Reykjavík austur um sveitir, norður yfir Sprengisand, vestur í Vatnsdal og þaðan yfir Stórasand, Arnarvatnsheiði, Kaldadal og um Þingvöll til Reykjavíkur. Alls tók ferðin um mánuð. Einn þeirra fór ásamt fylgdarmanni til Öskju og ritaði um það kafla í bókina. Ferðasagan kom út á ensku árið 1882 undir heitinu Summer Travelling in Iceland og fylgdi henni ensk þýðing á Bandamanna sögu, Þórðar sögu hreðu og Hrafnkels sögu Freysgoða.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]