Ískóð
Jump to navigation
Jump to search
Ískóð | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Boreogadus saida (Lepechin, 1774) |
Ískóð (fræðiheiti: Boreogadus saida) er hánorræn smávaxin þorskfiskategund (20–30 cm) sem útbreidd er umhverfis Norðurheimskautið og jafnframt sú fisktegund sem hefur veiðst hvað nyrst í Norður-Íshafinu. Ískóð heldur sig aðallega við botn og þá oft í þéttum torfum en stundum finnst það einnig uppsjávar. Ískóð er ein af örfáum hánorrænum fisktegundum sem finnast við Ísland og við landið eru suðurmörk útbreiðslu þess í norðaustanverðu Norður-Atlantshafi.