Í barndómi
Höfundur | Jakobína Sigurðardóttir |
---|---|
Land | Ísland |
Tungumál | Íslenska |
Síður | 105 |
ISBN | ISBN 9979-3-0749-8 |
Í barndómi er síðasta bók íslenska rithöfundarins Jakobínu Sigurðardóttur. Bókin kom út árið 1994 en Jakobína lést þá fyrr um árið. Í bókinni koma fram minningarbrot úr barnæsku höfundar í Hælavík á Hornströndum sem fæddist þar árið 1918. Í bókinni er sagt frá daglegu lífi í fátækt og einangrun í harðbýlli víkinni, skólagöngu Jakobínu og drauma hennar um líf laust við strit foreldra sinna.
Í eftirmála bókarinnar segir dóttir Jakobínu, Sigríður Þorgrímsdóttir, frá því að þó endanlegur frágangur að bókinni hafi ekki verið búinn hafi handritið að bókinni hafi verið að mestu fullgert. Með Sigríði hafi meðal annars yngri systir Jakobínu, rithöfundurinn Fríða Á. Sigurðardóttir, aðstoðað við lokafrágang bókarinnar. [1]
Jakobína var frænka Þórleifs Bjarnasonar, höfundar Hornstrendingabókar sem sagði frá lífi og starfi fólks áður en Hornstrandir lögðust í eyði um miðja 20. öld. Henni hafi þótt skorta heimildir um daglegt líf innanbæjar og hafi rætt um Í barndómi sem heimildarrit um bæinn Hælavík og líf fólksins í bænum.
Jakobína var komin á áttræðisaldur þegar hún lést. Glíman við gleymskuna og hvað minnið er slitrótt er oft nefnd í bókinni. Í bréfi Jakobínu til frænku sinnar haustið 1992 sagði hún svo frá tilurð bókarinnar: „Árum saman hef ég reynt að tína saman brot um bæina þar, minnið er svikult og ævin orðin löng. Það er víst meir en áratugur síðan ég byrjaði að leita, fyrst í eigin minni, síðan til þeirra sem enn eru eftir af hópnum, sem átti þar heima og eru næstir mér í aldri. En minni þeirra er eins og mitt, brot en ekkert heilt.“[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Jakobína Sigurðardóttir (1994). Í barndómi. Reykjavík: Mál og menning. ISBN 9979-3-0749-8. OCLC 33101208.