Ævintýri Indiana Jones
Ævintýri Indiana Jones | |
---|---|
Leikarar | Sean Patrick Flanery Corey Carrier George Hall Ronny Coutteure |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Tenglar | |
Vefsíða | |
IMDb tengill |
Ævintýri Indiana Jones (enska:The Young Indiana Jones Chronicles) eru bandarískir sjónvarpsþættir sem fjalla um æskuár sögupersónunnar Indiana Jones. Tvær þáttaraðir voru sýndar á árunum 1992–1993 áður en þáttunum var á endanum aflýst. Í kjölfarið á því voru síðan sýndar fjórar sjónvarpsmyndir á árunum 1994–1996. Þættirnir gerast að stórum hluta til í heimsreisu sem Jones fer í ungur að aldri ásamt föður sínum, móður og kennaranum frú Helen Seymour og í fyrri heimstyrjöld þar sem Jones skráir sig í belgíska herinn ásamt vini sínum Remy Baudouin. Í þáttunum heimsækir Jones fjölmörg lönd, þar á meðal Mexíkó, Egyptaland, Kína og fjölda Evrópulanda og kynnist fjöldanum öllum af þekktum persónum úr mannkynssögunni en þeirra á meðal eru Theodore Roosevelt, Pablo Picasso, Sigmund Freud og Charles de Gaulle.