Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson (f. 9. des. 1984) er íslenskur leikari og rithöfundur sem einkum hefur skapað efni fyrir börn, meðal annars fræðsluþættina Ævar vísindamaður sem sýndir voru á RÚV. Ævar hefur ritað barnabækur, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en þær síðarnefndu eru leikbækur þar sem lesendur velja sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur leikrita með sama sniði þar sem áhorfendur hafa áhrif á framrás sögunnar.
Fyrsta sjónvarpshlutverk Ævars var Óðinn, ástmaður Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni.[1] Hann hefur leikið hlutverk í íslenskri talsetningu ýmissa teiknimynda.[2]
Árin 2014–2019 stóð Ævar fyrir lestrarátaki Ævars vísindamanns.[3] Árið 2020 tók hann við stöðu sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Í því starfi vinnur hann að réttindum barna til menntunar.[4]
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Leikverk
[breyta | breyta frumkóða]- Þitt eigið leikrit II: Tímaferðalag (2020)[8][9][10]
- Forspil að framtíð (2023)
- Kafteinn Frábær (einleikur) (2025)
Þín eigin-bækurnar
[breyta | breyta frumkóða]- Þín eigin þjóðsaga (2014)[11][12]
- Þín eigin goðsaga (2015)
- Þín eigin hrollvekja (2016)[13]
- Þitt eigið ævintýri (2017)[14]
- Þitt eigið tímaferðalag (2018)[15]
- Þinn eigin tölvuleikur (2019)
- Þín eigin undirdjúp (2020)
- Þín eigin ráðgáta (2021)
Þín eigin-léttlestrarbækurnar
[breyta | breyta frumkóða]- Þín eigin saga 1: Búkolla (2018)
- Þín eigin saga 2: Börn Loka (2018)
- Þín eigin saga 3: Draugagangur (2019)
- Þín eigin saga 4: Piparkökuhúsið (2019)
- Þín eigin saga 5: Risaeðlur (2020)
- Þín eigin saga 6: Knúsípons (2020)
- Þín eigin saga 7: Rauðhetta (2021)
- Þín eigin saga 8: Sæskrímsli (2022)
- Þín eigin saga 9: Veiðiferðin (2023)
- Þín eigin saga 10: Nýi nemandinn (2024)
Bernskubrek Ævars vísindamanns
[breyta | breyta frumkóða]- Risaeðlur í Reykjavík (2015)
- Vélmennaárásin (2016)
- Gestir utan úr geimnum (2017)[16]
- Ofurhetjuvíddin (2018)[17]
- Óvænt endalok (2019)
Aðrar bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Glósubók Ævars vísindamanns (2011)
- Umhverfis Ísland í 30 tilraunum (2014)[18]
- Sleipnir og stórhættulega fjölskyldutréð (2019)
- Stórhættulega stafrófið (2019)
- Hryllilega stuttar hrollvekjur (2020)[19][20]
- Fleiri Hryllilega stuttar hrollvekjur" (2021)
- Skólaslit (2022)
- Drengurinn Með Ljáinn (2022)
- Stranded! A Mostly True Story From Iceland (2023)
- Strandaglópar! Næstum Því Sönn Saga Frá Íslandi (2023)
- "Skólaslit 2: Dauð Viðvörun" (2023)
- Skólaslit 3: Öskurdagur (2024)
- Skólastjórinn (2025)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Tómas Valgeirsson (13. ágúst 2018). „Ævar Þór: „Þegar mistökin eiga sér stað verður þú að læra af þeim"“. dv.is. Sótt 31. janúar 2021.
- ↑ Oddur Ævar Gunnarsson (25. febrúar, 2019). „Ævar Þór gerir feðrum viðvart um nýja Hvolpasveitarþætti“. Fréttablaðið.
- ↑ Ingunn Lára Kristjánsdóttir (20. mars, 2019). „Met slegið í hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns“. Fréttablaðið.
- ↑ Arnhildur Hálfdánardóttir (24. janúar, 2021). „Ævar Þór fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi“. RÚV.
- ↑ Leikdómur: Silja Björk Huldudóttir. „Í höndum áhorfenda“, Morgunblaðið, 6. febrúar, 2019.
- ↑ Leikdómur: Brynhildur Björnsdóttir. „Leikhús 2.0“, RÚV, 26. febrúar, 2019.
- ↑ Leikdómur: Sigríður Jónsdóttir. „Ferðalag án ákvörðunarstaðar“, Fréttablaðið, 7. febrúar, 2019.
- ↑ Leikdómur: Þorgeir Tryggvason. „Tíminn vinnur á endanum“, 9. febrúar, 2020.
- ↑ Leikdómur: Sigríður Jónsdóttir. „Tímalaus leit að innri styrk“, Fréttablaðið, 24. febrúar, 2020.
- ↑ Leikdómur: María Kristjánsdóttir. „Allt er þegar þrennt er“, RÚV, 28. febrúar, 2020.
- ↑ Bókin hlaut Bókaverðlaun barnanna: Andri Steinn Hilmarsson. „Bókaormurinn má ekki deyja út“, Morgunblaðið, 24. apríl, 2015.
- ↑ Bókin var valin besta íslenska barnabókin af starfsfólki bókaverslana 2014. „Öræfi valin besta íslenska skáldsagan“, mbl.is, 18. desember, 2014.
- ↑ Ritdómur: Vilhjálmur A. Kjartansson. „Þar sem þú ræður för“, Morgunblaðið, 24. desember, 2016.
- ↑ Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017: Davíð Kjartan Gestsson. „Íslensku bókmenntaverðlaunin - tilnefningar“, RÚV, 1. desember, 2017.
- ↑ Ritdómur: Guðrún Erlingsdóttir. „Ævintýraleg fjölbreytni á tímaflakki“, Morgunblaðið, 9. janúar, 2019.
- ↑ Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Sprellfjörug og æsispennandi“, Morgunblaðið, 20. júní, 2017.
- ↑ Ritdómur: Silja Björk Huldudóttir. „Frásögn sem fer á flug“, Morgunblaðið, 22. desember, 2018.
- ↑ Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Sprellfjörug fræðibók“, Morgunblaðið, 25. október, 2014.
- ↑ Ritdómur: Kolbrún Bergþórsdóttir. „Draumalesning fyrir unga töffara“, Fréttablaðið, 11. júní, 2020.
- ↑ Ritdómur: Ragnhildur Þrastardóttir. „Hræðir unga sem aldna“, Morgunblaðið, 2. júlí, 2020.