Fara í innihald

Ævar Þór Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ævar Þór Benediktsson (f. 9. des. 1984) er íslenskur leikari og rithöfundur sem einkum hefur skapað efni fyrir börn, meðal annars fræðsluþættina Ævar vísindamaður sem sýndir voru á RÚV. Ævar hefur ritað barnabækur, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en þær síðarnefndu eru leikbækur þar sem lesendur velja sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur leikrita með sama sniði þar sem áhorfendur hafa áhrif á framrás sögunnar.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ævars var Óðinn, ástmaður Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni.[1] Hann hefur leikið hlutverk í íslenskri talsetningu ýmissa teiknimynda.[2]

Árin 2014–2019 stóð Ævar fyrir lestrarátaki Ævars vísindamanns.[3] Árið 2020 tók hann við stöðu sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Í því starfi vinnur hann að réttindum barna til menntunar.[4]

  • Þitt eigið leikrit: Goðsaga (2019)[5][6][7]
  • Þitt eigið leikrit II: Tímaferðalag (2020)[8][9][10]
  • Forspil að framtíð

Þín eigin-bækurnar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þín eigin þjóðsaga (2014)[11][12]
  • Þín eigin goðsaga (2015)
  • Þín eigin hrollvekja (2016)[13]
  • Þitt eigið ævintýri (2017)[14]
  • Þitt eigið tímaferðalag (2018)[15]
  • Þinn eigin tölvuleikur (2019)
  • Þín eigin undirdjúp (2020)
  • Þín eigin ráðgáta (2021)

Þín eigin-léttlestrarbækurnar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þín eigin saga 1: Búkolla (2018)
  • Þín eigin saga 2: Börn Loka (2018)
  • Þín eigin saga 3: Draugagangur (2019)
  • Þín eigin saga 4: Piparkökuhúsið (2019)
  • Þín eigin saga 5: Risaeðlur (2020)
  • Þín eigin saga 6: Knúsípons (2020)
  • Þín eigin saga 7: Rauðhetta (2021)
  • Þín eigin saga 8: Sæskrímsli (2022)
  • Þín eigin saga 9: Veiðiferðin (2023)
  • Þín eigin saga 10: Nýi nemandinn (2024)

Bernskubrek Ævars vísindamanns

[breyta | breyta frumkóða]
  • Risaeðlur í Reykjavík (2015)
  • Vélmennaárásin (2016)
  • Gestir utan úr geimnum (2017)[16]
  • Ofurhetjuvíddin (2018)[17]
  • Óvænt endalok (2019)

Aðrar bækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Glósubók Ævars vísindamanns (2011)
  • Umhverfis Ísland í 30 tilraunum (2014)[18]
  • Sleipnir og stórhættulega fjölskyldutréð (2019)
  • Stórhættulega stafrófið (2019)
  • Hryllilega stuttar hrollvekjur (2020)[19][20]
  • Fleiri Hryllilega stuttar hrollvekjur" (2021)
  • Skólaslit (2022)
  • Drengurinn með ljáinn (2022)
  • Stranded! A mostly true story from Iceland (2023)
  • Strandaglópar! Næstum því sönn saga frá Íslandi (2023)
  • "Skólaslit 2: Dauð viðvörun" (2023)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tómas Valgeirsson (13. ágúst 2018). „Ævar Þór: „Þegar mistökin eiga sér stað verður þú að læra af þeim". dv.is. Sótt 31. janúar 2021.
  2. Oddur Ævar Gunnarsson (25. febrúar, 2019). „Ævar Þór gerir feðrum við­vart um nýja Hvolpa­sveitar­þætti“. Fréttablaðið.
  3. Ingunn Lára Kristjánsdóttir (20. mars, 2019). „Met slegið í hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns“. Fréttablaðið.
  4. Arnhildur Hálfdánardóttir (24. janúar, 2021). „Ævar Þór fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi“. RÚV.
  5. Leikdómur: Silja Björk Huldudóttir. „Í höndum áhorfenda“, Morgunblaðið, 6. febrúar, 2019.
  6. Leikdómur: Brynhildur Björnsdóttir. „Leikhús 2.0“, RÚV, 26. febrúar, 2019.
  7. Leikdómur: Sigríður Jónsdóttir. „Ferðalag án ákvörðunarstaðar“, Fréttablaðið, 7. febrúar, 2019.
  8. Leikdómur: Þorgeir Tryggvason. „Tíminn vinnur á endanum“, 9. febrúar, 2020.
  9. Leikdómur: Sigríður Jónsdóttir. „Tímalaus leit að innri styrk“, Fréttablaðið, 24. febrúar, 2020.
  10. Leikdómur: María Kristjánsdóttir. „Allt er þegar þrennt er“, RÚV, 28. febrúar, 2020.
  11. Bókin hlaut Bókaverðlaun barnanna: Andri Steinn Hilmarsson. „Bókaormurinn má ekki deyja út“, Morgunblaðið, 24. apríl, 2015.
  12. Bókin var valin besta íslenska barnabókin af starfsfólki bókaverslana 2014. „Öræfi valin besta íslenska skáldsagan“, mbl.is, 18. desember, 2014.
  13. Ritdómur: Vilhjálmur A. Kjartansson. „Þar sem þú ræður för“, Morgunblaðið, 24. desember, 2016.
  14. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017: Davíð Kjartan Gestsson. „Íslensku bókmenntaverðlaunin - tilnefningar“, RÚV, 1. desember, 2017.
  15. Ritdómur: Guðrún Erlingsdóttir. „Ævintýraleg fjölbreytni á tímaflakki“, Morgunblaðið, 9. janúar, 2019.
  16. Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Sprellfjörug og æsispennandi“, Morgunblaðið, 20. júní, 2017.
  17. Ritdómur: Silja Björk Huldudóttir. „Frásögn sem fer á flug“, Morgunblaðið, 22. desember, 2018.
  18. Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Sprellfjörug fræðibók“, Morgunblaðið, 25. október, 2014.
  19. Ritdómur: Kolbrún Bergþórsdóttir. „Draumalesning fyrir unga töffara“, Fréttablaðið, 11. júní, 2020.
  20. Ritdómur: Ragnhildur Þrastardóttir. „Hræðir unga sem aldna“, Morgunblaðið, 2. júlí, 2020.