Åsne Seierstad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Åsne Seierstad (fædd 10. febrúar 1970) er norskur blaðamaður og rithöfundur. Hún er þekktust fyrir frásagnir sínar af daglegu lífi á stríðsátakasvæðum, sérstaklega í Kabúl eftir 2001, Bagdad árið 2002 og í rústum Grozny árið 2006. Tvær af bókum hennar hafa verið þýddar á íslensku en það eru Bóksalinn í Kabúl og Einn af okkur.