Raunvextir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Raunvextir eru vextir af fjárfestingu eða fjárskuldbindingu, til dæmis láni, að teknu tilliti til verðlagsþróunar á því tímabili sem ávöxtun af viðskiptunum miðast við. Til þess að finna raunvexti af viðskiptum sem bera nafnvexti þarf að draga frá þeim ígildi þeirrar verðrýrnunar fjármagnsins sem orðið hefur á viðkomandi tímabili í formi verðbólgu. Að sama skapi er hægt að varpa raunvöxtum í nafnvexti með því að bæta við þá fyrrnefndu ígildi þeirrar verðbólgu sem orðið hefur eða áætluð er á viðkomandi tímabili.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.