Fara í innihald

Ásgrímur Vestliðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásgrímur Vestliðason (d. 1161) var ábóti á Þingeyrum, líklega annar í röðinni og hefur tekið við þegar Vilmundur Þórólfsson lést 1148. Ásgríms er þó ekki getið sem ábóta fyrr en þegar greint er frá láti hans og sumar heimildir telja að á milli þeirra Vilmundar hafi verið ábóti að nafni Nikulás Sæmundsson sem á að hafa dáið 1159. Líklega er þó um einhvern rugling að ræða; Nikulás Bergþórsson ábóti á Munkaþverá dó einmitt 1159.

Ásgrímur var fræðimaður eins og margir Þingeyramunkar og er hann talinn einn þeirra sem munkarnir Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson rituðu eftir sögu Ólafs konungs Tryggvasonar. Ekkert er vitað um ætt hans eða uppruna. Arftaki hans var Hreinn Styrmisson.

  • „„Þingeyraklaustur". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur, 1887“.
  • „„Nicholas of Thingeyre". Af www.scltrndrc.tk, skoðað 2. júní 2011“.