Árteigsvirkjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Árteigsvirkjun er 500 kw vatnsaflsvirkjun í Þingeyjarsveit sem stofnuð var árið 2006. Eigandi virkjunarinnar er Raflækur ehf.

Túrbínusmíði í Árteigi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir árið 1950 hóf Jón Sigurgeirsson í Árteigi hóf smíði á litlum rafstöðvum með 12 eða 24 volta jafnstraumsrafölum. Þær voru settar í marga bæjarlæki í Þingeyjarsýslu. Hann byggði þá rafstöð fyrir Granastaðabæina sem er bæjarþyrping út með Kinnafjöllum með bæjunum Granastöðum, Ártúni, Árteigi I, Árteigi II og Fitjum. Sú stöð var síðar stækkuð og getur nú framleitt um 200 kw. Synir Jóns Eiður og Arngrímur tóku við túrbínusmíðinni og eru milli 70-80 túrbínur víðs vegar um Ísland sem framleiddar voru í Árteigi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.