Árnes (eyja)
Útlit
- Getur líka átt við Árnes í Strandasýslu eða Árnes (þorp) í Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Árnes er eyja í Þjórsá, sem skiptir ánni í tvo ála, meginálinn sem rennur norðanmegin og minni álinn sem rennur sunnanmegin. Eitt sinn var Árnesið landfast til norðurs en áin ruddi sér leið gegnum haftið einhvern tímann eftir landnám og varð þá til Búðafoss. Austan eyjunnar er Hestafoss.
Í Árnesi má sjá þingrústir og einnig vestan árinnar í landi Minna-Hofs. Þarna er talið að þing Árnessýslu hafi verið á sínum tíma en sýslan dregur einmitt nafn sitt af eyjunni.