Álftamýri (Arnarfirði)
Útlit
Álftamýri er eyðibýli og áður kirkjustaður og prestssetur við norðanverðan Arnarfjörð í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Bærinn fór í eyði upp úr 1950 eins og margir aðrir bæir í Arnarfirði.
Kirkjan á Álftamýri var helguð Jóhannesi skírara og Maríu guðsmóður í kaþólskri tíð. Prestssetur var á Álftamýri til 1880 en þá var Álftamýrarsókn færð undir Hrafnseyrarprest. Síðasta kirkja á Álftamýri var reist 1896 en skemmdist í óveðri 1966. Nokkru síðar var hún rifin og sóknin sameinuð Hrafnseyrarsókn. Í Þjóðminjasafninu er róðukross úr Álftamýrarkirkju, íslensk smíð og talinn vera frá 14. öld.