Þverstæða lygarans
Útlit
Þverstæða lygarans er í heimspeki og rökfræði þverstæða á forminu:
- Eftirfarandi staðhæfing er sönn
- Undanfarandi staðhæfing er ósönn
Elsta útgáfan af þverstæðu lygarans er eignuð gríska heimspekingnum Evbúlídes frá Míletos sem mun hafa sagt „maður nokkur segist vera að ljúga, er það sem hann segir satt eða ósatt?“
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]„A: Setning B er lygi; B: Setning A er sönn; Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?“. Vísindavefurinn.