Þorsteinn Ingólfsson
Útlit
Þorsteinn Ingólfsson var sonur Ingólfs Arnarssonar og Hallveigar Fróðadóttur, sem fyrst námu land á Íslandi. Hann tók við goðorði af föður sínum og setti Kjalarnesþing. Kona Þorsteins var Þóra Hrólfsdóttir og þau eignuðust saman soninn Þorkel mána og dótturina Þórhildi.