Ögur
Útlit
Ögur er stórbýli og kirkjustaður í Ögurvík í Ísafjarðardjúpi. Þar var þingstaður Ögurhrepps og frá 15. til 17. aldar bjó þar hvert stórmennið á fætur öðru. Má þar helst nefna Björn Guðnason sýslumann, Magnús Jónsson (prúða) sýslumann og síðar Ara son hans, Björn Markússon og Erlend Ólafsson málafylgjumann.
Fyrsta rafstöð á sveitaheimili við Djúp var reist í Ögri 1928. Í Ögurnesi var verstöð og þurrabúðir héldust þar allt fram á 20. öld. Þá var þar lengi landssíma- og póstafgreiðsla, sem og læknissetur frá 1932 til 1951. Þar er einnig Ögurkirkja, reist 1859.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Ögur Ísafjarðardjúp“. Sótt 29. desember 2007.