Ægisif
41°0′30.48″N 28°58′48.93″A / 41.0084667°N 28.9802583°A
Ægisif, stundum kölluð Sófíukirkjan, (gríska: Hagía Sófia , Ἁγία Σοφία „Kirkja heilagrar visku“) er fyrrum patríarka-basilíka í Istanbúl, en henni var breytt í mosku árið 1453. Hún var byggð af Jústiníanusi, merkasta keisara Miklagarðs. Ægisif var safn frá árinu 1935 til ársins 2020. Kirkjan er talin vera hátindur býsantískrar byggingarlistar og er fræg fyrir risavaxna og áberandi þakhvelfingu og bænaturnana. Ægisif, sem var byggð á árunum 532 til 537 e.Kr., var stærsta dómkirkja í heimi í hartnær þúsund ár, eða þar til dómkirkjan í Sevilla á Spáni var reist árið 1520.
Þann 10. júlí árið 2020 ógilti stjórnlagadómstóll Tyrklands ákvörðunina um að gera Ægisif að safni. Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti tilkynnti síðar sama dag að Ægisif skyldi gerð að mosku á ný, sem hafði lengi verið á stefnuskrá hans.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Breytir Ægisif í mosku á ný“. mbl.is. 10. júlí 2020. Sótt 11. júlí 2020.