Álftaver
Útlit
Álftaver er lítil og flatlend sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og austan við Mýrdalssand, en að norðan fellur áin Skálm á byggðarmörkum. Sveitin er stundum nefnd Ver. Hún myndaði Álftavershrepp og Þykkvabæjarklausturssókn. Gengið hefur á byggðina í Kötlugosum.
Jarðmyndanir
[breyta | breyta frumkóða]Í Ytra-Eldgjárhrauni í Álftaveri er þyrping af gervigígum.[1]
Bæjaröð í manntali 1801
[breyta | breyta frumkóða]- Mýrar
- Sauðhúsanes
- Þykkvabæjarklaustur
- Hraungerði
- Bólhraun
- Hraunbær
- Herjólfsstaðir
- Holt
- Skálmarbær
- Jórvík
Forn eyðibýli
[breyta | breyta frumkóða]- Dynskógar
- Laufskálar
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þorleifur Einarsson: Jarðfræði, 2. prentun, bls. 97, 105 og 307, Reykjavík 1968.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Gissur Jóhannesson og Jón Ísleifsson: "Álftavershreppur", Sunnlenskar byggðir VI, bls. 287-329, Búnaðarsamband Suðurlands 1985.
- Þorsteinn Jósepsson: Landið þitt, bls. 12, Reykjavík 1966.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.