Fara í innihald

Áhrifssögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Áhrifssagnir)

Áhrifssagnir (skammstafað sem áhrs. eða ás.) eru sagnorð sem taka með sér andlag (þ.e.a.s. þolanda). Áhrifssagnir stýra falli og er andlagið þess vegna alltaf í aukafalli (þ.e. þolfalli, þágufalli eða eignarfalli). Í málfræði margra tungumála er sögn talin áhrifssögn ef hún stýrir beinu andlagi í þolfalli en ekki ef hún stýrir einungis óbeinu andlagi í öðrum aukaföllum. Margar sagnir geta verið ýmist áhrifssagnir eða áhrifslausar.


Sögn sem ekki stýrir falli er áhrifslaus (skammstafað sem áhrl. s.).

  • Stelpan skrifaði sögu. (áhrs.)
  • Drengurinn saknar stúlkunnar. (áhrs.)
  • Þú elskar mig. (áhrs.)
  • Ég er maður. (áhrifslaus)
  • Við syngjum. (áhrifslaus)
  • Við syngjum viðlagið (áhrs.).
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.