Skáld
Útlit
Skáld er sá sem yrkir ljóð (ljóðskáld). Heitið er einnig notað um leikritahöfunda (leikskáld), enda voru leikrit skrifuð í bundnu máli fram á 19. öld. Heitið er sjaldnar notað um rithöfunda — þá sem semja skáldsögur.
Stundum eru athafnamenn upphafnir með því að kalla þá „athafnaskáld“ og einnig eru til svokölluð nýyrðaskáld.