Landslag
Landslag á við sýnilegan hluta af yfirborði jarðar, jafnvel verulegan hluta þess, og mótast af landslagsþáttum, svo sem hafinu, stöðuvötnum, ám, gróðurfari, landbúnaði og mannvirkjum og veðurfari. Allir þessir þættir skapa einkennandi landslag sem mótast hefur í gegnum jarðsöguna. Þegar þessir náttúrulegu þættir eru í nágrenni við heimkynni manna endurspeglar landslagið lífsmunstur fólks og verður mikilvægt þjóðernisvitund. Ásýnd landslags og gæði þess hjálpa til að ákveða ímynd svæðisins.
Á Jörðinni er mjög breytilegt landslag eftir svæðum, meðal annars jökulhettur á heimskautasvæðum, hálent landslag, þurrar eyðimerkur, eyjur og strandmyndanir, þéttir skógar, regnskógar og landbúnaðarsvæði í tempruðu hitabelti.
Frumlandslag er það landslag sem algjörlega er laust við áhrif mannsins, náttúran sjálf ræður ríkjum. Þannig landslag er varla hægt að finna nema á öræfum og afskekktum stöðum. Þannig landslag er viðkvæmt og hopar sífelt vegna manna verka.