Fara í innihald

Aglaonema

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aglaonema
Aglaonema commutatum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Alismatales
Ætt: Kólfblómaætt (Araceae)
Ættkvísl: Aglaonema
Schott

Aglaonema er ættkvísl blómstrandi plantna í kólfblómaætt, Araceae. Þær eru ættaðar úr hitabeltissvæðum Asíu og Nýju-Guíneu.[1][2]

Þetta eru sígrænar fjölærar jurtir með ýmist upprétta eða útafliggjandi stöngla. Stönglar sem liggja á jörðu geta rætt sig við liði. Blöðin eru yfirleitt breið og með silfraða eða hvíta flekki. Blómin eru litlir uppréttir kólfar. Þeir munda ber sem verður rautt við þroska.

Aglaonema costatum

Aglaonema hafa verið ræktaðar sem heillaplöntur í Asíu um aldir.[3] Þær voru kynntar á vesturlöndum 1885,[3] þegar þær voru fluttar til Royal Botanic Gardens, Kew.[4] Þær hafa verið ræktaðar og blandað í fjölda afbrigða. Þær vaxa í lítilli birtu og eru vinsælar pottaplöntur.[3]

Þar sem þetta er hitabeltistegundir þá þola þær illa kulda. Skemmdir geta komið fram við 15°C hita.[5] Rakur jarðvegur er æskilegur, en þær þola illa mikla áburðargjöf.

Fjölgun er yfirleitt með græðlingum, en einnig skiftingu.

Rannsókn NASA (NASA Clean Air Study) sýndi að tegundin A. modestum var mjög virk við að hreinsa algeng eiturefni úr lofti (formaldehíð og benzen).

Aglaonema plöntur eru eitraðar vegna kalsíum oxalat krystalla. Ef þær eru étnar veldur það ertingu í slímhúð, og safinn getur valdið ertingu í húð og útbrotum.[6]

Úrval tegunda

[breyta | breyta frumkóða]

Meðal tegunda eru:[1]

  1. Aglaonema brevispathum - Indókína
  2. Aglaonema chermsiriwattanae - Taíland
  3. Aglaonema cochinchense Víetnam, Kambódia, Taíland, Malasía
  4. Aglaonema commutatum Kölluflekka - Filippseyjum, Súlavesí; ílend í Vestur-Indíum
  5. Aglaonema cordifolium - Filippseyjum (Mindanao)
  6. Aglaonema costatum - Pulau Langkawi, Indókína
  7. Aglaonema densinervium - Filippseyjum, Súlavesí
  8. Aglaonema flemingianum - Malasíu (Terengganu)
  9. Aglaonema hookerianum - Indlandi (Darjeeling, Assam), Bangladesh, Bútan, Myanmar
  10. Aglaonema marantifolium - Maluku, Nýja-Guínea
  11. Aglaonema modestum - Bangladesh, Indókína, suður Kína
  12. Aglaonema nebulosum - Borneó, Malasía, Súmatra
  13. Aglaonema nitidum - Borneó, Malasía, Súmatra, Java, Indókína
  14. Aglaonema ovatum - Laos, Taíland, Víetnam
  15. Aglaonema philippinense - Filippseyjum, Súlavesí
  16. Aglaonema pictum - Indónesíu (Nias), Súmatra
  17. Aglaonema pumilum - Myanmar, Taíland
  18. Aglaonema roebelinii - Filippseyjum (Lúson)
  19. Aglaonema rotundum - Súmatra
  20. Aglaonema simplex - Yunnan, Indókína, Malasía, Indónesía, Filippseyjum
  21. Aglaonema tricolor - Filippseyjum
  22. Aglaonema vittatum - Súmatra, Indónesíu (Lingga-eyjum)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
  2. Aglaonema. Flora of China.
  3. 3,0 3,1 3,2 Chen, J., et al. Cultural Guidelines for Commercial Production of Interiorscape Aglaonema. ENH957. Environmental Horticulture. Florida Cooperative Extension Service. University of Florida IFAS. 2003.
  4. Chen, J., et al. (2004). Genetic relationships of Aglaonema species and cultivars inferred from AFLP markers. Annals of Botany 93(2), 157-66.
  5. Chen, J., et al. Chilling Injury in Tropical Foliage Plants: II. Aglaonema. ENH843. Environmental Horticulture. Florida Cooperative Extension Service. University of Florida IFAS. 2001.
  6. Toxic Plants. Safe and Poisonous Garden Plants. Agriculture and Natural Resources. University of California.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.