Fara í innihald

ZBrushCoreMini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjáskot af ZbrushCoreMini.

ZBrushCoreMini er hönnunarforrit fyrir myndhöggvara sem gefið er út af fyrirtækinu Pixologic. Forritið er einfölduð náms-útgáfa forritisins ZBrush sem er ætlað fagfólki í þrívíddarhönnun[1] og markmið forritsins er að líkja eftir leirmótun. Forritið hét áður „Sculptris“ og skipti um nafn 11. júní 2020[2]. Fyrirtækið Maxon Computer keypti nýlega Pixologic en Maxon eru þekktir fyrir forrit eins og Cinema 4D, Magic Bullet og Redshift. Nafnið á forritinu vísar í Z-ásinn í þrívídd sem tengist dýpt.

Eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Notendur geta togað, ýtt, klipið og snúið sýndarleir. Þessi tegund formunar hentar best þegar móta á lífræn form og karaktera. Hefðbundin þrívíddarmótun styðst við teikningu einfaldra forma og þróun þeirra yfir í flóknari form. Sýndarleirinn getur náð mjög háum fjölda þríhyrninga mjög fljótt og þarf því að einfalda módelin fyrir notkun í tölvuleikjum og hreyfimyndum. Sculptris Pro möguleiki forritsins eykur fjölda þríhyrninga þar sem þeirra er þörf og minnkar þannig fjölda þeirra í heildina til að létta undir vinnslu. Fyrri útgáfur ZBrush deildu módelum niður í sífellt fleiri þríhyrninga þótt þeirra væri ekki þörf og gátu módel verið þung í vinnslu. Forritið styður Window og Mac OS X stýrikerfi.

Þrívíddarprentun

[breyta | breyta frumkóða]

Boðið er upp á að flytja út módel úr ZBrushCoreMini á OBJ sniði til prentunar í þrívíddarprentara en einnig er hægt að opna þessar skrár í forritum eins og Blender og Cinema 4D til frekari vinnslu.

Aðrar útgáfur

[breyta | breyta frumkóða]

ZBrushCoreMini er frítt afnota fyrir einstaklinga og skóla í námslegum tilgangi og til einkanota[3]. Aðrar útgáfur forritsins eins og ZBrushCore og ZBrush 2022 bjóða upp á ýmsa möguleika sem auðvelda sköpun eins og áferðir, mótun flókinnar grunnmódela og stórt safn tilbúinna módela. Einnig er þríhyrningafjöldi ZBrushCoreMini takmarkaður og þarf því að fækka þríhyrningum reglulega við mótun sýndarleirsins en þá minnkar upplausn módelsins

Grafískar pennatöflur

[breyta | breyta frumkóða]
Listamaður teiknar á Wacom Cintique skjá sem notast við penna með þrýstiskynjun.

Við þrívíddarmótun og teiknun ýmiskonar er æskilegt að nota svokallaðar grafískar pennatöflur eða skjái frá fyrirtækjum eins og Wacom, Huion eða Gaomon. Þá er notast við penna með þrýstiskynjun sem leyfir notandanum að stjórna mótun sýndarleirs eða teikningar betur og teikna náttúrulegri línur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Review: ZbrushCoreMini 2021“. magazine.renderosity.com (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. nóvember 2021. Sótt 22. mars 2022.
  2. Mings, Josh (11. júní 2020). „ZBrushCoreMini is the New, Free Sculpting App from Pixologic - SolidSmack“. www.solidsmack.com (bandarísk enska). Sótt 22. mars 2022.
  3. „ZBrushCoreMini :: 3D For All“. ZBrushCoreMini (enska). Sótt 22. mars 2022.[óvirkur tengill]