Ylrækt
Útlit
Ylrækt er ræktun plantna í upphituðum gróðurhúsum en ekki utandyra. Auk varmans er notast við lýsingu til að hjálpa til við vöxt plantnanna. Ýmist er ræktað í mold eða vatni sem kallað er vatnsrækt.
Sögu ylræktar á Íslandi má rekja aftur til 1923[1] eða 1924[2] til Mosfellsdals. Víða um land er ræktað í gróðurhúsum í atvinnuskyni en mikið er ræktað á Suðurlandi. Helstu afurðir í ylrækt eru tómatar af ýmsum gerðum, gúrkur, paprikur og salat.
Stærsti einstaki ræktandi salats og kryddplantna er Lambhagi í Reykjavík.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Upp með ylræktina“. www.bbl.is. Sótt 18. júní 2020.
- ↑ „Ylrækt“. Orkustofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júní 2020. Sótt 18. júní 2020.